
Um okkur
Að finna innblástur í hverju horni
Íbúðir Melkorku er traust úrræði fyrir allar tegundir útleigu. Það hefur aldrei verið svo auðvelt að finna næsta heimili þitt í Torrevieja og Orihuela Costa. Hafðu samband við okkur, segðu okkur væntingar þínar og hallaðu þér aftur á meðan við finnum hina fullkomnu eign fyrir þig.
Um mig

Ég er sjötug íslensk kona ( og heimsborgari). Auk þess að vera gestgjafi ver ég tíma mínum að mála og stunda skapandi skrif. Ég er menntuð sem guðfræðingur og trúarbragðafræðingur ásamt almennri sálgæslu innan heilbrigðisgeirans, og jafnfram bíð ég upp á persónulega ráðgjöf fyrir einstaklinga með langveik og fötluð börn og ráðgjöf við áfallastreyturöskun vegna barnamissis (byggt á eigin reynslu)
Ég bjó áður í Hollandi í 7 ár þar sem ég stundaði nám. Auk þess bauð ég upp á heimagistingu sem var bæði frjálsleg og heimilisleg, svo gestum mínum fannst þeir vera næstum eins og heima.
2018 flutti ég svo til Spánar ásamt eiginmanni mínum og einkahundinum okkar honum Benji.
Ég vonast til að geta fljótlega boðið ykkur velkomin í eina af fallegu íbúðunum okkar hér í Torrevieja og Orihuela Costa.
